Segir fjármálaráðherra tala niður til verkafólks í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Sextán aðildarfélög eru í samfloti SGS en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Það verður að koma í ljós hvort þessi fundur hafi einhvern tilgang eða ekki. Eins og staðan er núna þá liggja allar viðræður niðri, líka varðandi sérmálin,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Fyrsti samningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fer fram í dag. Aðalsteinn segir að samninganefnd SGS muni hittast eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara til að ræða stöðuna og næstu skref. Landssamband íslenskra verslunarmanna mun einnig funda með SA hjá ríkissáttasemjara í dag og þá var deilu iðnaðarmanna og SA formlega vísað til sáttasemjara í gær. „Ég tel að deilan sé á því stigi núna að þessir aðilar þurfi bara að hittast einhvers staðar og ræða málin. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta nánast óleysanlegt,“ segir Aðalsteinn. Stingur hann upp á því að forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra hitti fulltrúa deiluaðila og finni lausn. Aðalsteinn segir ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið ekki til þess fallin að leysa deiluna. „Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“ Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar. „Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30 Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45 Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. 26. febrúar 2019 19:30
Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. 26. febrúar 2019 12:45
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00