Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 20:09 Sólborg Guðbrandsdóttir, Þórir Geir Guðmundsson og Hildur Sif Guðmundsdóttir. Áttan Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar. Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar.
Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira