Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 20:09 Sólborg Guðbrandsdóttir, Þórir Geir Guðmundsson og Hildur Sif Guðmundsdóttir. Áttan Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar. Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar.
Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira