Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 12:36 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. vísir/vilhelm Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““ Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00