Getur ómögulega lifað af launum sem ræstitæknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 22. febrúar 2019 18:14 Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. Vísir/Baldur Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56