Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 19:15 Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA. Á mynd eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira