Segir kröfur gagnvart stjórnvöldum ekki koma samningaviðræðunum við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:38 Sólveig Anna Jónsdóttir var ekki sátt við orð framkvæmdastjóra SA við fjölmiðla í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum. Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum.
Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29
„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43