Segir kröfur gagnvart stjórnvöldum ekki koma samningaviðræðunum við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:38 Sólveig Anna Jónsdóttir var ekki sátt við orð framkvæmdastjóra SA við fjölmiðla í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum. Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum.
Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29
„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43