„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 15:43 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39