Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:07 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fund sinn með forsvarsmönnum Kviku banka sem haldinn var í morgun hafa gengið vel. Boðað hefur verið til fundar með Almenna leigufélaginu vegna kröfu VR um að félagið dragi til baka leiguhækkanir. Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í fyrradag en hækkunin stendur enn. Á mánudag hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma.Boða Almenna leigufélagið á fund Ragnar segir í samtali við Vísi að fundurinn hafi verið haldinn í morgun að beiðni forsvarsmanna Kviku. Hann segir það ljóst að Kvika geti lítið gert til að beita sér í málinu því kaupin á Gamma séu ekki gengin í gegn. „En ég upplifið fundinn þannig að þeir sýna þessu mikinn skilning og skilja okkar afstöðu vel, en eftir fundinn engu að síðar tókum við þá ákvörðun að freista þess að kalla stjórnendur Almenna leigufélagsins á okkar fund og mér skilst að fundarboð sé komið til þeirra og við munum freista þess að ná einhverri lendingu.“Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.Framvísa gögnum ef ekki verður látið af hækkunum Ragnar vonast til að fundurinn með Almenna leigufélaginu verði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfum sínum rennur út þann dag. Að öðrum kosti verður reynt að finna tíma fyrir fundinn um helgina. „Við munum sýna fram á gögn sem hrekja þessar glórulausu fullyrðingar Almenna leigufélagsins og annarra sem hafa tekið upp hanskann fyrir þetta grímulausa ofbeldi,“ segir Ragnar. Gögnin verði sett fram á fundinum með Almenna leigufélaginu – og víðar. „Og við munum gera þessum gögnum mun betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af þessum hækkunum, og þá erum við að tala um hækkanir umfram neysluvísitölu sem samningarnir eru allir bundnir við.“Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Ragnar segir málið fyrst og fremst snúast um viðskiptavini Almenna leigufélagsins sem orðið hafa fyrir áðurnefndum hækkunum. „Um það snýst málið, ekki um neitt annað í rauninni. Þar liggur málið. Við erum með tilboð á borðinu, úrræði frá stjórnvöldum í skattamálum, tilboð frá SA og það dugir hvergi nærri til til þess að mæta broti af þessum hækkunum sem þessir einstaklingar eru að lenda í.“ Munu geyma milljarðana sjálf Aðspurður segir Ragnar það liggja fyrir hvert peningarnir fari, verði þeir teknir úr eignastýringu hjá Kviku. Milljarðarnir verði teknir til VR og mun félagið stýra þeim sjálft. Ákvörðun hafi verið tekin um það áður en kröfurnar voru settar fram. „Við erum með mjög íhaldssama og varfærna fjárfestingastefnu og við munum í rauninni taka þessar eignir, sem er dreift í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins sem stjórn samþykkir á hverju ári.“ Ragnar segir heildarverðmæti eigna VR um tólf milljarðar. Um sé að ræða eignir af ýmsum toga, aðallega ríkisskuldabréf, en einnig sumarhús og sjóði félagsmanna. Umræddir 4,2 milljarðar sem nú eru í eignastýringu hjá Kviku myndi vinnudeilusjóð VR og eignirnar auðleysanlegar. „Þessi sjóður sem um ræðir, sem er 4,2 milljarðar, þetta er vinnudeilusjóðurinn okkar sem við komum hugsanlega til með að nota eitthvað af, komi til átaka á vinnumarkaði,“ segir Ragnar. „Þetta mun hafa lítil sem engin áhrif á ávöxtun þessara eigna eða annað slíkt og við getum alveg tekið þetta til okkar sjálfir. Við erum með gríðarlega mikið af mjög hæfu starfsfólki innan okkar raða og fjármálasviðið hjá okkur, þetta er í sjálfu sér engin eignastýring sem heitið getur, við erum einfaldlega að taka þetta til okkar og geyma þetta hjá okkur sjálfum.“ Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fund sinn með forsvarsmönnum Kviku banka sem haldinn var í morgun hafa gengið vel. Boðað hefur verið til fundar með Almenna leigufélaginu vegna kröfu VR um að félagið dragi til baka leiguhækkanir. Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í fyrradag en hækkunin stendur enn. Á mánudag hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma.Boða Almenna leigufélagið á fund Ragnar segir í samtali við Vísi að fundurinn hafi verið haldinn í morgun að beiðni forsvarsmanna Kviku. Hann segir það ljóst að Kvika geti lítið gert til að beita sér í málinu því kaupin á Gamma séu ekki gengin í gegn. „En ég upplifið fundinn þannig að þeir sýna þessu mikinn skilning og skilja okkar afstöðu vel, en eftir fundinn engu að síðar tókum við þá ákvörðun að freista þess að kalla stjórnendur Almenna leigufélagsins á okkar fund og mér skilst að fundarboð sé komið til þeirra og við munum freista þess að ná einhverri lendingu.“Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.Framvísa gögnum ef ekki verður látið af hækkunum Ragnar vonast til að fundurinn með Almenna leigufélaginu verði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfum sínum rennur út þann dag. Að öðrum kosti verður reynt að finna tíma fyrir fundinn um helgina. „Við munum sýna fram á gögn sem hrekja þessar glórulausu fullyrðingar Almenna leigufélagsins og annarra sem hafa tekið upp hanskann fyrir þetta grímulausa ofbeldi,“ segir Ragnar. Gögnin verði sett fram á fundinum með Almenna leigufélaginu – og víðar. „Og við munum gera þessum gögnum mun betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af þessum hækkunum, og þá erum við að tala um hækkanir umfram neysluvísitölu sem samningarnir eru allir bundnir við.“Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Ragnar segir málið fyrst og fremst snúast um viðskiptavini Almenna leigufélagsins sem orðið hafa fyrir áðurnefndum hækkunum. „Um það snýst málið, ekki um neitt annað í rauninni. Þar liggur málið. Við erum með tilboð á borðinu, úrræði frá stjórnvöldum í skattamálum, tilboð frá SA og það dugir hvergi nærri til til þess að mæta broti af þessum hækkunum sem þessir einstaklingar eru að lenda í.“ Munu geyma milljarðana sjálf Aðspurður segir Ragnar það liggja fyrir hvert peningarnir fari, verði þeir teknir úr eignastýringu hjá Kviku. Milljarðarnir verði teknir til VR og mun félagið stýra þeim sjálft. Ákvörðun hafi verið tekin um það áður en kröfurnar voru settar fram. „Við erum með mjög íhaldssama og varfærna fjárfestingastefnu og við munum í rauninni taka þessar eignir, sem er dreift í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins sem stjórn samþykkir á hverju ári.“ Ragnar segir heildarverðmæti eigna VR um tólf milljarðar. Um sé að ræða eignir af ýmsum toga, aðallega ríkisskuldabréf, en einnig sumarhús og sjóði félagsmanna. Umræddir 4,2 milljarðar sem nú eru í eignastýringu hjá Kviku myndi vinnudeilusjóð VR og eignirnar auðleysanlegar. „Þessi sjóður sem um ræðir, sem er 4,2 milljarðar, þetta er vinnudeilusjóðurinn okkar sem við komum hugsanlega til með að nota eitthvað af, komi til átaka á vinnumarkaði,“ segir Ragnar. „Þetta mun hafa lítil sem engin áhrif á ávöxtun þessara eigna eða annað slíkt og við getum alveg tekið þetta til okkar sjálfir. Við erum með gríðarlega mikið af mjög hæfu starfsfólki innan okkar raða og fjármálasviðið hjá okkur, þetta er í sjálfu sér engin eignastýring sem heitið getur, við erum einfaldlega að taka þetta til okkar og geyma þetta hjá okkur sjálfum.“
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07