Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 13:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkfallsjóði félagsins sterka. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir það taka um tvær vikur að undirbúa stór verkföll. Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira