Var alltaf kvíðabarn sem leið almennt illa Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 12:30 Jakob Birgisson sló í gegn sem uppistandari fyrir áramót. vísir/vilhelm Jakob Birgisson er einn allra efnilegasti uppistandari landsins. Jakob sem er tvítugur þreytti frumraun sína í uppistandi í lok síðasta árs og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður. „Maður hefur í gegnum tíðina verið að gantast með félögunum en þetta kannski byrjaði fyrir alvöru í MR og kannski helst síðasta árið þegar maður var að grínast á einhverjum viðburðum og svo framvegis,“ segir Jakob í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jakob er sonur Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur fyrrverandi alþingiskonu Samfylkingarinnar og Birgis Hermannssonar, doktors í stjórnmálafræði. Í uppistandinu sem ber heitið Meistari Jakob fjallar hann töluvert lífið sitt almennt enda segir hann auðvelt að sjá skondnar hliðar heimilislífsins sem hafi að stórum hluta snúist um stjórnmál og stjórnmálaumræðu. „Móðir mín fer inn á þing í hruninu og maður varð alveg var við það. Ég sá ekki mömmu mína í fjögur ár, nema bara í sjónvarpinu eða í einhverju stresssímtali heima. Pabbi minn var svo bara voðalega mikið að greina stöðuna upp í HÍ, en það er ekkert endilega skemmtilegt. Allir vinir þeirra voru síðan alltaf að ræða bara pólitík, það er enginn vinur þeirra sem ræðir eitthvað annað en pólitík og maður var voðalega mikið í þannig umhverfi sem er vissulega frekar þreytandi til lengdar. Maður verður kannski skrýtið barn í þessu umhverfi en þetta hefur líka hjálpað mér að tala við eldra fólk.“Jakob segist hafa notað grínið til að komast í gegnum kvíðann.Jakob segist hafa glímt við kvíða sem barn en grínið nýtti hann til að komast út úr erfiðum aðstæðum. „Ég var bara kvíðabarn, alltaf kvíðinn og leið almennt illa og þá þurfti maður að grínast út úr því. Grínið byrjaði bara til að reyna flýja eitthvað, bara að flýja veruleikann með gríni. Það er ekkert þannig í dag að maður sé með einhverja grímu uppi og líði ömurlega og sé alltaf að grínast. Sem barn var ég kannski í einhverju boði og hugsaði bara, hvað er fyndið hérna.“ Jakob hefur greint fleiri en foreldra sína þegar kemur að því að semja brandara. Einn þeirra er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en orðauppbygging Guðna vakti athygli Jakobs. „Hann t.d. segir aldrei það er gaman. Hann notar yfirleitt ekki svona gervifrumlag. Hann segir frekar gaman er að gera þetta,“ segir Jakob og sýnir hans túlkun á Guðna Th. og einnig túlkun sína á fréttamanni Stöðvar 2 á Magnúsi Hlyni. Jakob var við nám í Háskóla Íslands fyrir áramót en hefur algjörlega einbeitt sér að uppistandinu undanfarnar vikur. Foreldrar hans, sem eru nokkuð stór hluti sýningarinnar, hafa ekki enn séð Jakob á sviði.Jakob segist líða vel með fullan sal af miðaldra fólki.„Þau búa í Bandaríkjunum en þau frétta alveg af því að það sé verið að tala um þau. Hvað eiga þau að gera? Þau verða bara að brosa.“ Eins og áður segir talaði sjálfur Ari Eldjárn um að Jakob væri mesta efni sem hann hefði séð á sviðinu fyrir áramót. „Þetta var bara mjög skrýtið en að sama skapi rosalegur heiður. Ég vaknaði bara daginn eftir og sá einhverja frétt á Vísi.“ Hann segist hrifinn af því að taka hversdagsleg dæmi fyrir og gera úr þeim brandara enda sé þannig hægt að fá sem flesta til að tengja við grínið. „Það eiga allir einhvern skrýtinn frænda og skrýtin ættmenni og tengja við það.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Jakob. Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Jakob Birgisson er einn allra efnilegasti uppistandari landsins. Jakob sem er tvítugur þreytti frumraun sína í uppistandi í lok síðasta árs og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður. „Maður hefur í gegnum tíðina verið að gantast með félögunum en þetta kannski byrjaði fyrir alvöru í MR og kannski helst síðasta árið þegar maður var að grínast á einhverjum viðburðum og svo framvegis,“ segir Jakob í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jakob er sonur Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur fyrrverandi alþingiskonu Samfylkingarinnar og Birgis Hermannssonar, doktors í stjórnmálafræði. Í uppistandinu sem ber heitið Meistari Jakob fjallar hann töluvert lífið sitt almennt enda segir hann auðvelt að sjá skondnar hliðar heimilislífsins sem hafi að stórum hluta snúist um stjórnmál og stjórnmálaumræðu. „Móðir mín fer inn á þing í hruninu og maður varð alveg var við það. Ég sá ekki mömmu mína í fjögur ár, nema bara í sjónvarpinu eða í einhverju stresssímtali heima. Pabbi minn var svo bara voðalega mikið að greina stöðuna upp í HÍ, en það er ekkert endilega skemmtilegt. Allir vinir þeirra voru síðan alltaf að ræða bara pólitík, það er enginn vinur þeirra sem ræðir eitthvað annað en pólitík og maður var voðalega mikið í þannig umhverfi sem er vissulega frekar þreytandi til lengdar. Maður verður kannski skrýtið barn í þessu umhverfi en þetta hefur líka hjálpað mér að tala við eldra fólk.“Jakob segist hafa notað grínið til að komast í gegnum kvíðann.Jakob segist hafa glímt við kvíða sem barn en grínið nýtti hann til að komast út úr erfiðum aðstæðum. „Ég var bara kvíðabarn, alltaf kvíðinn og leið almennt illa og þá þurfti maður að grínast út úr því. Grínið byrjaði bara til að reyna flýja eitthvað, bara að flýja veruleikann með gríni. Það er ekkert þannig í dag að maður sé með einhverja grímu uppi og líði ömurlega og sé alltaf að grínast. Sem barn var ég kannski í einhverju boði og hugsaði bara, hvað er fyndið hérna.“ Jakob hefur greint fleiri en foreldra sína þegar kemur að því að semja brandara. Einn þeirra er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en orðauppbygging Guðna vakti athygli Jakobs. „Hann t.d. segir aldrei það er gaman. Hann notar yfirleitt ekki svona gervifrumlag. Hann segir frekar gaman er að gera þetta,“ segir Jakob og sýnir hans túlkun á Guðna Th. og einnig túlkun sína á fréttamanni Stöðvar 2 á Magnúsi Hlyni. Jakob var við nám í Háskóla Íslands fyrir áramót en hefur algjörlega einbeitt sér að uppistandinu undanfarnar vikur. Foreldrar hans, sem eru nokkuð stór hluti sýningarinnar, hafa ekki enn séð Jakob á sviði.Jakob segist líða vel með fullan sal af miðaldra fólki.„Þau búa í Bandaríkjunum en þau frétta alveg af því að það sé verið að tala um þau. Hvað eiga þau að gera? Þau verða bara að brosa.“ Eins og áður segir talaði sjálfur Ari Eldjárn um að Jakob væri mesta efni sem hann hefði séð á sviðinu fyrir áramót. „Þetta var bara mjög skrýtið en að sama skapi rosalegur heiður. Ég vaknaði bara daginn eftir og sá einhverja frétt á Vísi.“ Hann segist hrifinn af því að taka hversdagsleg dæmi fyrir og gera úr þeim brandara enda sé þannig hægt að fá sem flesta til að tengja við grínið. „Það eiga allir einhvern skrýtinn frænda og skrýtin ættmenni og tengja við það.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Jakob.
Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira