Sólveig Anna með umboð til að slíta viðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er komin með umboð til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12
Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent