Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 18:49 Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30