„Algjörlega stórkostlegur dagur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félögum sínum í kröfugöngu í dag. vísir/vilhelm Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37
Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36