Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. mars 2019 19:37 Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. „Þetta eru mjög sérstakar aðgerðir. Ég hef nú aldrei séð það áður að það séu svona verkföll, hótelið við hliðina á okkur er ekki í verkfalli, það eru handpikkuð einhver fyrirtæki og þau fara í verkfall,“ segir Kristófer. Hann var á hlaupum milli herbergja á Center hotel Klöpp þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta mun hafa mjög alvarleg áhrif til lengri tíma þegar bæði Efling og VR fara því það er allt okkar starfsfólk.“ „Kannski hafa okkar mistök verið að hótelin eru orðin eins og staðan er núna ofurseld þessum félögum að því leyti að við höfum ekki marga aðra starfsmenn,“ bætir hann við en langflest starfsfólk hótelkeðjunnar er í Eflingu eða VR. „Þetta er svolítið alvarleg staða þegar svona kemur upp en þetta hefur ekki komið upp í mjög langan tíma.“ Þá segir hann stöðuna sem blasi við vera enn dekkri sé litið til þrenginga á öðrum sviðum sem hafi bein áhrif á hótelgeirann, til dæmis staða flugfélaganna. „Við erum í beinu sambandi við stærstu ferðakaupstefnu heims og við sjáum hvað er að ske þar. Þar vilja menn helst bara ræða verkföll en ekki vöruna sem að við erum að reyna að selja þannig að auðvitað eru áhyggjur hjá fólki,“ segir Kristófer.Sjá einnig: Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Hann segist ekki muna eftir viðlíka aðgerðum á sínum um tuttugu ára ferli í bransanum. „Þegar að ég byrjaði hérna þá voru menn vel á veg komnir með þjóðarsáttina og þetta skandinavíska módel sem við höfum verið að vinna að þar sem að menn setjast niður og horfa, jafnhæfir aðilar beggja vegna, á hvað er til skiptanna. Nú er búið að bylta þessu og henda þjóðarsáttinni fyrir róða með SALEK-samningunum og komnar nýjar aðferðir. Það er það sem við þurfum að takast á við,“ segir Kristófer.Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.Vísir/SigurjónBjó um rúmin á Hótel Borg „Þetta eru um hundrað starfsmenn sem eru í Eflingu og sem eru í boðuðu verkfalli þannig að þetta voru um 70 manns sem að lögðu niður störf klukkan tíu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, sem var önnum kafinn við þrif á Hótel Borg. Hann segir daginn í dag hafa gengið vonum framar en segir ljóst að frekari verkföll muni bíta enn frekar. Góður undirbúningur fyrir daginn í dag hafi orðið til þess að starfsemin hafi gengið nokkuð vel upp. „Við þurftum reyndar að loka fyrir sölu þannig að við erum með skaða þar og við erum búin að biðja gestina okkar um að tékka fyrr út þannig að við þurfum í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir það, veita afslátt og annað slíkt,“ segir Páll. „Starfsfólkið er búið að spila þetta mjög vel með okkur og það eru nokkrir sem að byrjuðu fyrr í morgun.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Segir starfsnema ekki mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Margar spurningar hafa vaknað í kringum verkfallið og þá helst hverjir mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Skiptar skoðanir eru meðal Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðshreyfingarinnar 8. mars 2019 20:00
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49