„Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:55 Elísabet Jökulsdóttir, skáldkona, segir að með því að tala opinskátt um fátækt komist upp um hina raunverulegu glæpamenn í íslensku samfélagi. Vísir/vilhelm Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52