Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:50 30 til 40 íslensk fyrirtæki eru nú stödd á ITB, stærstu ferðaþjónustufyrirtæki í heimi í þeim tilgangi að selja ferðir til landsins. Mynd: Starfsfólk Íslandsstofu Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira