Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir við kosningaskutlu Eflingar í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“ Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“
Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira