Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir við kosningaskutlu Eflingar í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“ Kjaramál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. Efling ætli að halda áfram með sína dagskrá á föstudaginn í Gamla bíó þó Félagsdómur dæmi atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun þann dag ólöglega. Von er á niðurstöðu á morgun. Samtök atvinnulífsins höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu í síðustu viku þar sem þess er krafist að verkfall sem á að hefjast á föstudaginn verði dæmt ólögmætt. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ef dómurinn kveði á um að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg muni félagið halda áfram með boðaða dagskrá í Gamla bíó á föstudaginn og nota daginn daginn til að hafa samband við félagsmenn. „Þetta verkfall var náttúrulega boðað til að eiga sér stað á þessum merka baráttudegi láglaunakvenna. Mér finnst líklegt að ef dómur fellur okkur í óhag þá höldum við bara áfram með undirbúning að öðrum verkföllum sem eru í uppsiglingu. Við setjum bara alla orkuna okkar þangað,“ segir Sólveig Anna. Efling sendi tilkynningu frá sér í gær þar sem kom fram að félagsmenn hefði haft samband og tilkynnt um að atvinnurekendur á félagsvæði Eflingar hefðu haft óðelileg afskipti af þátttöku félagsmanna um verkfallsboðun. Sólveig segir að þetta snúist fyrst og fremst um hræðsluáróður. „Þetta er sem sagt töluverður hópur frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa haft samband við okkur. Þar sem því hefur verið lýst hvernig yfirmenn að okkar mati eru að reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig fólk greiðir í þessari verkfallskosningu. Við sáum það í síðustu viku að þar var verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk greiddi atkvæði en þetta snýst um það að hræðsluáróðri sé beitt í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir í kosningunum.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmSamtök atvinnulífsins sendu jafnframt frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að atvinnurekendum væri skylt að upplýsa starfsmenn um stöðu og horfur í atvinnumálum í fyrirtækjum þar sem starfa 50 eða fleiri. Hins vegar væri þeim óheimilt að hóta starfsmönnum uppsögn tækju þeir þátt í atkvæðagreiðslu. „Það er mikilvægt að árétta fyrir öllum hvort sem það eru atvinnurekendur eða verkalýðishreyfingin að það er mikilvægt á þessum tímum að gæta hófs í yfirlýsingum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. „Ég myndi segja að þarna væri sannarlega farið út fyrir velsæmismörk. Það er eitt að upplýsa um stöðu fyrirtækisins en annað að fara fram með hræðsluáróður í þeim markvissa tilgangi að grafa undan þeim eðlilega rétti að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem þessari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að haldið sé utan um allar ábendingar sem berast, þær séu teknar alvarlega. Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson hafi haft samband við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og útskýrt málið fyrir þeim. „Við erum á fullu í að undirbúa föstudaginn. Við höldum honum markvisst áfram. Aðgerðaráætlun felst í að ef Félagsdómur dæmir atkvæðagreiðsluna ólöglega munum við engu að síður halda okkar fund í Gamla bió á föstudaginn og nota þennan dag til að halda áfram og setja okkur í samband við félagsmenn okkar.“
Kjaramál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira