Ráðherra stýrði árlegum samráðsfundi NB8 ríkjanna með forseta Alþjóðabankans Heimsljós kynnir 6. mars 2019 10:00 Ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja ásamt Kristalinu Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans. Jarðhiti, málefni hafsins, jafnréttismál og mannréttindi voru til umræðu á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Kristalina Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans í gær. Einnig var rætt um fyrirhugaða stjórnarsetu Íslands í bankanum fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til næstu tveggja ára. Að auki var haldinn fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans með Georgieva. Um er að ræða árlegan samráðsfund þar sem tækifæri gefst til að ræða þau mál sem efst eru á baugi í starfi bankans. Guðlaugur Þór stýrði fundinum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans.Á fundinum var rætt um hvernig versnandi horfur í alþjóða efnahagsmálum, aukinn skuldavandi þróunarríkja og áskoranir í loftslagsmálum gera ríkjum heims erfiðara að ná markmiðum Alþjóðabankans um að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Einnig var rætt um málefni Alþjóðaframfarastofnunarinnar, sem er ein af stofnunum Alþjóðabankahópsins, en hún veitir lán og styrki til allra fátækustu ríkja heims. Nú standa yfir viðræður um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar til næstu þriggja ára. „Það er mjög mikilvægt fyrir kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja að eiga fund sem þennan með forseta Alþjóðabankans til að koma áherslum okkar að varðandi helstu stefnumál bankans. Einnig er ánægjulegt að finna að framlag Íslands til bankans er mikils metið og bankinn óskar raunar eftir nánara samstarfi við íslensk stjórnvöld, meðal annars varðandi nýtingu á jarðvarma í þróunarlöndunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Utanríkisráðherra tók þátt í pallborðsumræðum í málstofu sem utanríkisráðuneytið hélt í samstarfi við Alþjóðabankann í gær. Hér er hann ásamt Ullu Tørnæs, þróunarmálaráðherra Danmerkur, og Kristalinu Georgieva.Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, kom til landsins á mánudag, og tók meðal annars þátt í málstofu sem utanríkisráðuneytið hélt í samstarfi við bankann um lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði. Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála var fundarstjóri og stýrði jafnframt pallborðsumræðum í lok málstofunnar. Þátttakendur voru Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs, þróunarmálaráðherra Danmerkur. Horfa má á málstofuna í heild sinni hér að neðan:Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Jarðhiti, málefni hafsins, jafnréttismál og mannréttindi voru til umræðu á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Kristalina Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans í gær. Einnig var rætt um fyrirhugaða stjórnarsetu Íslands í bankanum fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til næstu tveggja ára. Að auki var haldinn fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans með Georgieva. Um er að ræða árlegan samráðsfund þar sem tækifæri gefst til að ræða þau mál sem efst eru á baugi í starfi bankans. Guðlaugur Þór stýrði fundinum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans.Á fundinum var rætt um hvernig versnandi horfur í alþjóða efnahagsmálum, aukinn skuldavandi þróunarríkja og áskoranir í loftslagsmálum gera ríkjum heims erfiðara að ná markmiðum Alþjóðabankans um að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Einnig var rætt um málefni Alþjóðaframfarastofnunarinnar, sem er ein af stofnunum Alþjóðabankahópsins, en hún veitir lán og styrki til allra fátækustu ríkja heims. Nú standa yfir viðræður um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar til næstu þriggja ára. „Það er mjög mikilvægt fyrir kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja að eiga fund sem þennan með forseta Alþjóðabankans til að koma áherslum okkar að varðandi helstu stefnumál bankans. Einnig er ánægjulegt að finna að framlag Íslands til bankans er mikils metið og bankinn óskar raunar eftir nánara samstarfi við íslensk stjórnvöld, meðal annars varðandi nýtingu á jarðvarma í þróunarlöndunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Utanríkisráðherra tók þátt í pallborðsumræðum í málstofu sem utanríkisráðuneytið hélt í samstarfi við Alþjóðabankann í gær. Hér er hann ásamt Ullu Tørnæs, þróunarmálaráðherra Danmerkur, og Kristalinu Georgieva.Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, kom til landsins á mánudag, og tók meðal annars þátt í málstofu sem utanríkisráðuneytið hélt í samstarfi við bankann um lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði. Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála var fundarstjóri og stýrði jafnframt pallborðsumræðum í lok málstofunnar. Þátttakendur voru Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs, þróunarmálaráðherra Danmerkur. Horfa má á málstofuna í heild sinni hér að neðan:Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent