Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 07:53 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf í síðasta mánuði. Skjáskot Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira