Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 12:49 Mótmælendur munduðu borða með kröfum sínum. Vísir/Egill Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15
Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41
Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56