Hópur sem kallar sig The Try Guys greina oft á tíðum frá sínum tilraunum á YouTube og í nýjasta myndbandinu má sjá Keith, einn af meðlimum hópsins, bragða á öllu því sem er á matseðli Burger King.
Keith hefur áður smakkað allt á matseðlinum hjá Taco Bell og KFC. Nú var komið að næstvinsælasta hamborgarastað heims.
Hér að neðan má sjá hvernig þetta gekk allt saman en Keith hefur að undanförnu verið vegan og því var hann nokkuð stressaður hvernig matseðillinn færi í hann.