Verðandi forseti Alþjóðabankans á fundi með ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Heimsljós kynnir 5. mars 2019 11:00 Guðlaugur Þór og David Malpass. „Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í bankanum hefur tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun bankans. Kjördæmið hefur meðal annars verið leiðandi í umræðunni um jafnan rétt karla og kvenna í þróunarstarfi. Þegar Ísland tekur sæti í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins síðar á þessu ári gefst enn betra tækifæri til að fylgja eftir þessum áherslum í starfi bankans," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, eftir fund með David Malpass aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Fundinn sátu einnig ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans. David Malpass er frambjóðandi Bandaríkjanna í stöðu forseta bankans en sú staða losnaði óvænt við afsögn Jim Young Kim í byrjun árs. Ísland tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans í sumar fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Kjördæmið hefur eitt atkvæði af 25 í stjórn bankans, sem tekur ákvörðun um nýjan forseta. Á fundinum kynntu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin þau málefni sem ríkin átta leggja áherslu á í málflutningi sínum innan Alþjóðabankans. Þau eru einkum á sviði jafnréttismála, mannréttinda, loftslags- og auðlindamála auk málefna sem lúta að viðkvæmum og óstöðugum ríkjum. Þá leggja löndin áherslu á að bæta mannauð í þróunarríkjum og að Alþjóðabankinn verði leiðandi á alþjóðavettvangi á sviði efnahags- og þróunarmála. Á fundinum var jafnframt rætt um nýlega hlutafjáraukningu bankans og hvernig hún nýtist við að ná tveimur megin markmiðum bankans, að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 og auka velsæld þeirra 40 prósent jarðarbúa sem búa við hvað lökust kjör.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
„Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í bankanum hefur tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun bankans. Kjördæmið hefur meðal annars verið leiðandi í umræðunni um jafnan rétt karla og kvenna í þróunarstarfi. Þegar Ísland tekur sæti í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins síðar á þessu ári gefst enn betra tækifæri til að fylgja eftir þessum áherslum í starfi bankans," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, eftir fund með David Malpass aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Fundinn sátu einnig ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans. David Malpass er frambjóðandi Bandaríkjanna í stöðu forseta bankans en sú staða losnaði óvænt við afsögn Jim Young Kim í byrjun árs. Ísland tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans í sumar fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Kjördæmið hefur eitt atkvæði af 25 í stjórn bankans, sem tekur ákvörðun um nýjan forseta. Á fundinum kynntu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin þau málefni sem ríkin átta leggja áherslu á í málflutningi sínum innan Alþjóðabankans. Þau eru einkum á sviði jafnréttismála, mannréttinda, loftslags- og auðlindamála auk málefna sem lúta að viðkvæmum og óstöðugum ríkjum. Þá leggja löndin áherslu á að bæta mannauð í þróunarríkjum og að Alþjóðabankinn verði leiðandi á alþjóðavettvangi á sviði efnahags- og þróunarmála. Á fundinum var jafnframt rætt um nýlega hlutafjáraukningu bankans og hvernig hún nýtist við að ná tveimur megin markmiðum bankans, að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 og auka velsæld þeirra 40 prósent jarðarbúa sem búa við hvað lökust kjör.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent