Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 10:34 Loftgæði í Reykjavík eru nú slæm vegna mikillar svifryksmengunar. vísir/vilhelm Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. Samkvæmt loftgæðavef Umhverfisstofnunar eru slæm loftgæði við Grensásveg, Njörvasund og Fossaleyni og miðlungs loftgæði við Dalsmára í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á að grípa til þess ráðs í samráði við Reykjavíkurborg að rykbinda eftirfarandi umferðargötur: Sæbraut frá Reykjanesbraut og út að ljósum við Kringlumýrarbraut, Reykjanesbraut, Hringbraut, Miklabraut og upp fyrir Ártúnsbrekku og Kringlumýrarbraut. Kort af þeim götum sem á að rykbinda má nálgast hér. Þá voru allir vegir í Reykjavík sem Vegagerðin rekur sópaðir í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, og þá náðist einnig að klára hluta vega utan Reykjavíkur en það gengur hægt þessa daga vegna kulda.Reykjavíkurborg hvatti í gær almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru með þeim hætti að styrkur svifryks mælist hár. Í staðinn er fólk hvatt til þess að nota frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta en auk þess eru því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, sem og barna, að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna.Aðgerðir sem við verðum að fara í eru að banna nagladekk á Hbs. Takmarka bíla út frá bílnúmerum á svona dögum. Lækka hraða. Hækka gjaldskyldu á bílastæðum og hætta að niðurgreiða bílastæði. Auka tíðni strætó og byrja strax á borgarlínu á teinum. #grárdagur — Hörður S. Óskarsson (@hoddioskars) March 5, 2019 Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryksmengun fer líklega yfir heilsuverndarmörk um áramót Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. 28. desember 2018 16:43 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. Samkvæmt loftgæðavef Umhverfisstofnunar eru slæm loftgæði við Grensásveg, Njörvasund og Fossaleyni og miðlungs loftgæði við Dalsmára í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á að grípa til þess ráðs í samráði við Reykjavíkurborg að rykbinda eftirfarandi umferðargötur: Sæbraut frá Reykjanesbraut og út að ljósum við Kringlumýrarbraut, Reykjanesbraut, Hringbraut, Miklabraut og upp fyrir Ártúnsbrekku og Kringlumýrarbraut. Kort af þeim götum sem á að rykbinda má nálgast hér. Þá voru allir vegir í Reykjavík sem Vegagerðin rekur sópaðir í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, og þá náðist einnig að klára hluta vega utan Reykjavíkur en það gengur hægt þessa daga vegna kulda.Reykjavíkurborg hvatti í gær almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru með þeim hætti að styrkur svifryks mælist hár. Í staðinn er fólk hvatt til þess að nota frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta en auk þess eru því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, sem og barna, að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna.Aðgerðir sem við verðum að fara í eru að banna nagladekk á Hbs. Takmarka bíla út frá bílnúmerum á svona dögum. Lækka hraða. Hækka gjaldskyldu á bílastæðum og hætta að niðurgreiða bílastæði. Auka tíðni strætó og byrja strax á borgarlínu á teinum. #grárdagur — Hörður S. Óskarsson (@hoddioskars) March 5, 2019
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryksmengun fer líklega yfir heilsuverndarmörk um áramót Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. 28. desember 2018 16:43 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Svifryksmengun fer líklega yfir heilsuverndarmörk um áramót Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. 28. desember 2018 16:43
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38