Suðað samþykki er ekki samþykki Björk Eiðsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:15 Sólborg Guðbrandsdóttir er ein fjögurra ungmenna sem leggja átakinu lið en hún heldur úti instagram reikningnum Fávitar og hélt tölu við athöfnina í gær. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira