Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:00 Batahorfur álftarinnar eru taldar góðar. Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur. Dýr Garðabær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur.
Dýr Garðabær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira