Fulltrúar einkafyrirtækja í sendiför til Gana Heimsljós kynnir 4. mars 2019 16:30 Sendifulltrúarnir sem lögðu af stað í leiðangur til Gana um helgina. Rauði krossinn Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýnar, héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins „Brúun hins stafræna bils“ sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að félagið vinni verkefnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans, ásamt landsfélögum hreyfingarinnar í Afríku. „Vonir eru bundnar við að landsfélögin muni geta byggt upp sértæka og metnaðarfulla en jafnframt raunsæja áætlun um uppbyggingu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni þannig að berskjaldað fólk geti betur notið neyðar- og þróunaraðstoðar landsfélaganna í lágtekjuríkjum Afríku,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent
Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýnar, héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins „Brúun hins stafræna bils“ sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að félagið vinni verkefnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans, ásamt landsfélögum hreyfingarinnar í Afríku. „Vonir eru bundnar við að landsfélögin muni geta byggt upp sértæka og metnaðarfulla en jafnframt raunsæja áætlun um uppbyggingu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni þannig að berskjaldað fólk geti betur notið neyðar- og þróunaraðstoðar landsfélaganna í lágtekjuríkjum Afríku,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent