Álftin laus við Red Bull dósina og komin í Húsdýragarðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 13:27 Unnið að því að klippa dósina af gogg álftarinnar. Britta Steger Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli. Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli.
Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira