Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 19:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. Ólga er á vinnumarkaði og fjöldi kjarasamninga í lausu lofti. Nú styttist í að samningar hjá opinbera vinnumarkaðnum losni en í lok mánaðar losna 152 samningar. Algengt er að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera en vegna þeirra stöðu sem upp er komin gætu samningar þar einnig dregist. „Við stefnum á að hefja viðræðurnar og reyna að byggja vel undir grunninn en auðvitað er það þannig að við bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður á almenna vinnumarkaðnum áður en við klárum okkar samninga,“ segir Sonja Ýr. Verkföll í vændumFjögur félög á almenna vinnumarkaðnum undirbúa nú röð verkfallsaðgerða. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu en öll félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. Efling og VR hafa samþykkt kosningar um aðgerðir sínar og fyrsta verkfall í vændum á föstudag. Verkalýðsfélag Akraness mun í lok mánaðar hefja atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall sem hefjast á 12. apríl og næstkomandi þriðjudag fundar Verkalýðsfélag Grindavíkur um næstu skref. Félagsdómur tekur fyrir mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu á morgun en SA telur Eflingu hafa staðið ólöglega að málum og krefst þess að verkfallið, næstkomandi föstudag, verði dæmt ólögmætt.En komi til verkfallaáalmenna vinnumarkaðnum mun hinn opinberi fylgjaáeftir? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum ekki látið reyna á samningaviðræðurnar enn þá. En auðvitað ætlum við okkur að ná í gegnum þessum stóru málum og þá munum við fylgja því eftir með þeim úrræðum sem við höfum,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira