Húsnæðisvandinn bitni á börnunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:23 Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma. Húsnæðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma.
Húsnæðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira