Vinnudeilurnar hangi eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 12:30 Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15
Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00