Boð ráðherra kostaði hátt í tvær milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Hópur gesta frá Arctic Circle 2018 sótti veglega veislu við Hellisheiðarvirkjun í október í boði forsætisráðherra. Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00
Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00
Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42
Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00