„Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 20:51 Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. Vísir/vilhelm „Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
„Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53