Tiger berst um stærsta peningapott ársins á Players Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2019 17:45 Tiger Woods spreytir sig á 17. holunni. vísir/getty The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira