Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:00 Sveinn Andri Sveinsson segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir ófremdarástand ríkja í landinu eins og staðan er í dag þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. Þá segist hann hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. Sveinn Andri var gestur í Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi afsögn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og stöðuna í íslensku réttarkerfi í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins. „Þetta eru skilaboð frá Mannréttindadómstólnum um það að stjórnmálamenn eigi að hafa sem allra, allra minnsta aðkomu að því að skipa dómara,“ segir Sveinn Andri. Ekkert áfrýjunarstig Lögmaðurinn segir ófremdarstand ríkja þar sem ekkert áfrýjunarstig sé í landinu. „Landsréttur hefur tilkynnt að það verði ekki kveðnir upp neinir dómar eða úrskurðir. Það leiðir auðvitað til ákveðinna akútvandamála vegna þess að það er ekki bara verið að áfrýja þarna dómum, það er verið að kæra til réttarins alls kyns úrskurði sem þurfa hraða afgreiðslu. Að því leyti er þetta ófremdarástand. Svo er ákveðin óvissa um mál sem eru á dagskrá réttarins framundan. Við erum nokkrir kollegar með eitt mál í flutningi á þriðjudaginn. Við vitum ekki hvort að Landsréttur muni breyta þeirri dagsetningu og hvort sú aðalmeðferð fellur niður. Þetta er mikil óvissa. Lögmenn tala saman og menn bera saman bækur sínar og það er alls staðar sama sagan, að minnsta kosti hjá lögmönnum sem eru í sakamálunum, að viðskiptavinir eru farnir að banka upp á og tékka á hvort að dómar sem hafi gengið, og er ekki búið að afplána, hvort að möguleiki sé að óska eftir endurupptöku á þeim málum. Þetta er það sem þeir sem starfa sem verjendur eru að skoða þessa stundina,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Andersen sagðist ætla að stíga tímabundið til hliðar á blaðamannafundi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Gild sjónarmið Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velti því upp í gær hvort að skipa þyrfti alla dómarana við Landsrétt upp á nýtt, eftir dóm. Sveinn Andri segir þetta góð og gild sjónarmið sem þar komi fram og eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins, sem er mjög rökrétt, að það hefði ekki verið lagaheimild til að greiða atkvæði um alla [dómarana] í einu. Það hefði þurft að kjósa um hvern og einn og þar með og þar með eru þeir ekki kosnir í Landsrétt lögum samkvæmt. Þetta er alveg „valid“ [í. gild] sjónarmið að það þurfi að endurskipuleggja þetta. En „bottom line“ [í. aðalatriðið] er að það er algerlega fráleitt að ætla að una þessu ástandi í eitt, tvö ár á meðal einhver efri deild er að skoða málið. Það kemur ekki til greina að áfrýja þessum úrskurði og setja málið á eitthvað „hold“ [í. bið] og áfram í óvissu.“ Hann segir að stjórnvöld þurfi nú að einhenda sér í að koma lagi á þessi mál. Óvissan sé óviðunandi.Hlusta má á viðtalið við Svein Andra í heild sinni að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira