Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 13:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. vísir/vilhelm Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05