Formaður VR hefði viljað sjá afdráttarlausari niðurstöðu Sveinn Arnarsson skrifar 13. mars 2019 07:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að á brattann hafi verið að sækja í félaginu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkfallsaðgerðir VR voru samþykktar í gær með mjög naumum meirihluta. Af þeim 578 einstaklingum sem greiddu atkvæði vildu 302 eða 52,3 prósent fara í verkfallsaðgerðir. Formaður VR segir þetta naumt og hann hefði viljað sjá meira afgerandi niðurstöður. Verkfallsaðgerðir félagsmanna munu dreifast frá 22. mars til 1. maí næstkomandi en þá mun ótímabundið verkfall hefjast. Í fyrstu atrennu munu aðgerðirnar leggjast á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki. „Þessi vinnustöðvun á að beinast að breiðu bökunum. Hins vegar er alveg ljóst að rútufyrirtæki hér á landi hafa verið að tapa fjármunum á síðustu árum,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. „Ástæður þess eru einfaldar, sterkt gengi krónunnar hefur gert okkur lífið leitt, laun voru hækkuð með kjarasamningum árið 2015 og svo var greininni gert að greiða virðisaukaskatt ári seinna. Allt þetta hefur gert það að verkum að rútufyrirtæki geta einfaldlega ekki greitt hærri laun en nú er gert.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta vilja félagsmanna. Umræðan í samfélaginu hafi verið óvægin gegn verkalýðsforystunni. „Þetta var tæpt og við vissum að það voru skiptar skoðanir innan okkar félags um það hvort ætti að fara í aðgerðir. Félagsmenn okkar eru afar ólíkir samanborið við Eflingu til að mynda. Við vorum búnir að ræða við okkar félagsmenn og fundum að það var líka á brattann að sækja. Einnig var orðræðan óvægin í okkar garð, bæði hjá leiðarahöfundum stóru blaðanna og öflugum hagsmunahópum og öflum í samfélaginu,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars hefði hann viljað að úrslit kosninganna sýndu afdráttarlausari niðurstöðu en telur lýðræðislegast að fara í aðgerðir. „Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu í þessari kosningu en lýðræðið er þannig að við förum eftir vilja félagsmanna. Nú förum við í þessar framkvæmdir og vonumst til að viðsemjendur okkar séu tilbúnir til þess að semja við okkur,“ bætir Ragnar við. „Þetta mun koma sér illa fyrir greinina í heild sinni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar og skaða hana. Og það er í sjálfu sér mjög áhugavert að fara í svo stórar aðgerðir með svo naumum meirihluta,“ segir Þórir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Verkfallsaðgerðir VR voru samþykktar í gær með mjög naumum meirihluta. Af þeim 578 einstaklingum sem greiddu atkvæði vildu 302 eða 52,3 prósent fara í verkfallsaðgerðir. Formaður VR segir þetta naumt og hann hefði viljað sjá meira afgerandi niðurstöður. Verkfallsaðgerðir félagsmanna munu dreifast frá 22. mars til 1. maí næstkomandi en þá mun ótímabundið verkfall hefjast. Í fyrstu atrennu munu aðgerðirnar leggjast á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki. „Þessi vinnustöðvun á að beinast að breiðu bökunum. Hins vegar er alveg ljóst að rútufyrirtæki hér á landi hafa verið að tapa fjármunum á síðustu árum,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. „Ástæður þess eru einfaldar, sterkt gengi krónunnar hefur gert okkur lífið leitt, laun voru hækkuð með kjarasamningum árið 2015 og svo var greininni gert að greiða virðisaukaskatt ári seinna. Allt þetta hefur gert það að verkum að rútufyrirtæki geta einfaldlega ekki greitt hærri laun en nú er gert.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta vilja félagsmanna. Umræðan í samfélaginu hafi verið óvægin gegn verkalýðsforystunni. „Þetta var tæpt og við vissum að það voru skiptar skoðanir innan okkar félags um það hvort ætti að fara í aðgerðir. Félagsmenn okkar eru afar ólíkir samanborið við Eflingu til að mynda. Við vorum búnir að ræða við okkar félagsmenn og fundum að það var líka á brattann að sækja. Einnig var orðræðan óvægin í okkar garð, bæði hjá leiðarahöfundum stóru blaðanna og öflugum hagsmunahópum og öflum í samfélaginu,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars hefði hann viljað að úrslit kosninganna sýndu afdráttarlausari niðurstöðu en telur lýðræðislegast að fara í aðgerðir. „Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu í þessari kosningu en lýðræðið er þannig að við förum eftir vilja félagsmanna. Nú förum við í þessar framkvæmdir og vonumst til að viðsemjendur okkar séu tilbúnir til þess að semja við okkur,“ bætir Ragnar við. „Þetta mun koma sér illa fyrir greinina í heild sinni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar og skaða hana. Og það er í sjálfu sér mjög áhugavert að fara í svo stórar aðgerðir með svo naumum meirihluta,“ segir Þórir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira