Þín visna hönd Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Væri Miguel de Cervantes á lífi gæti hann veitt okkur dýrmæta innsýn í málefni öryrkja. Hann var hermaður góður sem aldrei hopaði enda varð hann lamaður á hendi í orustunni við Lepanto. Þannig á sig kominn vann hann eitt dýrmætasta framlag Spánverja til sögu mannsandans: Don Kíkóte. Sú saga segir frá því hvernig maður verður sér til skammar víða um sveitir, drifinn áfram af hégómlegu drambi sem fengið er úr hetjusögum og hvernig hann gerði illt verra þar sem hann ætlaði að bjarga heiminum. Brýn áminning nú á dögum þegar hægriöfgamenn ríða ekki við einteyming um héröð og hrella lýðinn með innflytjendasögum meðan þeir berja sér á brjóst eins og hinir einu sönnu björgunarmenn. Og þar sem svo fáir hafa tíma til að lesa Don Kíkóte núorðið lætur fólk hrellast, hengir upp spænska fánan og dregur drambið fyrir sína innri birtu. Steinn Steinarr var líka öryrki. Ekki vegna þess að hann orti svo hratt heldur var önnur hönd hans visin og því gat hann ekki unnið verkamannavinnu. Ekki var útlitið gott fyrir svoleiðis fólk fyrir miðja síðustu öld. Samt vann hann ófá dagsverkin sem munu lifa meðan íslensk tunga verður geymd í hjarta og muna. Eins og þetta: Þín visna hönd sem vann þér ei til matar / skal velta þungum steini úr annars braut. Þetta minnir okkur á að okkar þörfustu þegnar eru ekki endilega þeir sem eru að hossa sínum líkamlegu herlegheitum í ræktinni, eða þeir sem eru að flengjast um fjöll eða þeir sem ganga óstuddir og spengilegir eins og fyrirsætur inn í karpið í kastljósinu. Nei, margt af okkur langbesta fólki getur ekki reimað á sig skóna. Samfélag má aldrei verða svo fátækt að gleyma því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Væri Miguel de Cervantes á lífi gæti hann veitt okkur dýrmæta innsýn í málefni öryrkja. Hann var hermaður góður sem aldrei hopaði enda varð hann lamaður á hendi í orustunni við Lepanto. Þannig á sig kominn vann hann eitt dýrmætasta framlag Spánverja til sögu mannsandans: Don Kíkóte. Sú saga segir frá því hvernig maður verður sér til skammar víða um sveitir, drifinn áfram af hégómlegu drambi sem fengið er úr hetjusögum og hvernig hann gerði illt verra þar sem hann ætlaði að bjarga heiminum. Brýn áminning nú á dögum þegar hægriöfgamenn ríða ekki við einteyming um héröð og hrella lýðinn með innflytjendasögum meðan þeir berja sér á brjóst eins og hinir einu sönnu björgunarmenn. Og þar sem svo fáir hafa tíma til að lesa Don Kíkóte núorðið lætur fólk hrellast, hengir upp spænska fánan og dregur drambið fyrir sína innri birtu. Steinn Steinarr var líka öryrki. Ekki vegna þess að hann orti svo hratt heldur var önnur hönd hans visin og því gat hann ekki unnið verkamannavinnu. Ekki var útlitið gott fyrir svoleiðis fólk fyrir miðja síðustu öld. Samt vann hann ófá dagsverkin sem munu lifa meðan íslensk tunga verður geymd í hjarta og muna. Eins og þetta: Þín visna hönd sem vann þér ei til matar / skal velta þungum steini úr annars braut. Þetta minnir okkur á að okkar þörfustu þegnar eru ekki endilega þeir sem eru að hossa sínum líkamlegu herlegheitum í ræktinni, eða þeir sem eru að flengjast um fjöll eða þeir sem ganga óstuddir og spengilegir eins og fyrirsætur inn í karpið í kastljósinu. Nei, margt af okkur langbesta fólki getur ekki reimað á sig skóna. Samfélag má aldrei verða svo fátækt að gleyma því.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun