Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2019 22:00 20 íbúðir verða í fjölbýlishúsinu, sem rís á suðurbakka Blöndu. Grafík/ASK, arkítektar. Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Kannski finna fáir betur æðasláttinn í byggingageiranum á Blönduósi en smiðirnir í Trésmiðjunni Stíganda. Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Stíganda.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, við finnum það að húsnæðisverð er búið að vera að hækka hér á staðnum og það eru að verða forsendur fyrir því að byggja hús á staðnum. Það er augljóslega vöntun á húsnæði,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Stíganda. „Já, það kemur með meiri atvinnu. Þá vill fólk flytja á vaxtarsvæði. Hér er sannarlega orðið vaxtarsvæði frá og með síðasta ári og það þýðir það að fólk er að koma til baka, - af þeim sem fluttu í burtu. Jafnvel nýir íbúar eru að koma út af fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Glöggt má sjá að Blönduós er að lifna við á ný. Fyrstu merki nýrra húsbygginga sjást. Búið er að taka nokkra húsgrunna og bærinn úthlutar lóðum sem aldrei fyrr.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Á síðasta ári vorum við að úthluta um 28 íbúðum og erum með 20 til viðbótar. Þannig að það eru þá 48 íbúðir sem eru í pípunum. Sumar eru í byggingu. Fyrstu tvö einbýlishúsin á síðasta ári voru byggð eftir tíu ára hlé,“ segir sveitarstjórinn. Þeir hjá Stíganda eru í startholunum að hefja smíði parhúsa og búnir að sækja um tvær lóðir, við Sunnubraut og Smárabraut. „Og við erum jafnvel að huga að því að byrja á framkvæmdum á Sunnubrautinni bara fljótlega á næstu vikum,“ segir Guðmundur. Nýja blokkin rís við hlið þeirrar sem byggð var fyrir fjörutíu árum og sést hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason.Á bökkum Blöndu áformar félagið Uppbygging ehf. að hefja smíði fimm hæða fjölbýlishúss í næsta mánuði. „Sem er snyrtileg 20 íbúða blokk, sem er kærkomið inn í þetta samfélag,“ segir Valdimar. Það gefi eldra fólk færi á að flytja úr einbýlishúsum í þægilegar, nýjar íbúðir og ungt fólk geti á móti stækkað við sig ef slíkt þarf vegna barnafjölda. Fjallað er um gróskuna á Blönduósi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húsnæðismál Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Kannski finna fáir betur æðasláttinn í byggingageiranum á Blönduósi en smiðirnir í Trésmiðjunni Stíganda. Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Stíganda.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, við finnum það að húsnæðisverð er búið að vera að hækka hér á staðnum og það eru að verða forsendur fyrir því að byggja hús á staðnum. Það er augljóslega vöntun á húsnæði,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Stíganda. „Já, það kemur með meiri atvinnu. Þá vill fólk flytja á vaxtarsvæði. Hér er sannarlega orðið vaxtarsvæði frá og með síðasta ári og það þýðir það að fólk er að koma til baka, - af þeim sem fluttu í burtu. Jafnvel nýir íbúar eru að koma út af fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Glöggt má sjá að Blönduós er að lifna við á ný. Fyrstu merki nýrra húsbygginga sjást. Búið er að taka nokkra húsgrunna og bærinn úthlutar lóðum sem aldrei fyrr.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Á síðasta ári vorum við að úthluta um 28 íbúðum og erum með 20 til viðbótar. Þannig að það eru þá 48 íbúðir sem eru í pípunum. Sumar eru í byggingu. Fyrstu tvö einbýlishúsin á síðasta ári voru byggð eftir tíu ára hlé,“ segir sveitarstjórinn. Þeir hjá Stíganda eru í startholunum að hefja smíði parhúsa og búnir að sækja um tvær lóðir, við Sunnubraut og Smárabraut. „Og við erum jafnvel að huga að því að byrja á framkvæmdum á Sunnubrautinni bara fljótlega á næstu vikum,“ segir Guðmundur. Nýja blokkin rís við hlið þeirrar sem byggð var fyrir fjörutíu árum og sést hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason.Á bökkum Blöndu áformar félagið Uppbygging ehf. að hefja smíði fimm hæða fjölbýlishúss í næsta mánuði. „Sem er snyrtileg 20 íbúða blokk, sem er kærkomið inn í þetta samfélag,“ segir Valdimar. Það gefi eldra fólk færi á að flytja úr einbýlishúsum í þægilegar, nýjar íbúðir og ungt fólk geti á móti stækkað við sig ef slíkt þarf vegna barnafjölda. Fjallað er um gróskuna á Blönduósi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húsnæðismál Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29