Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Snæbjört Pálsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:54 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf. Skjáskot Íslandsdeild Amnesty International fagnar frumkvæði og framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. Harald Asperlund, fastafulltrúi Íslands, lýsti verulegum áhyggjum af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á mannréttindafrömuðum ekki síst kvennréttindasinnum. Að sögn Amnesty hefur hópur baráttukvenna verið í haldi án ákæru síðan í maí 2018 og a.m.k. tíu af þeim, verið pyndaðar, kynferðislega misnotaðar og sætt annarri illri meðferð.Þá hafa þær jafnframt verið haldið í einangrun og hvorki haft aðgang á lögfræðingum né fjölskyldum sínum. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að framganga Íslands sýni að stærð ríkja skipti ekki máli til þess að hafa áhrif í mannréttindaráðinu heldur hugsjónir og þor. „Það hefur verið brotið blað í sögu mannréttindaráðsins, þar sem eitt af hinum stóru voldugu ríkjum hefur nú fengið á sig gagnrýni fyrir þau grófu mannréttindabrot sem þar eru framin. Við vonum að þetta leiði til þess að ríki sem sitja í mannréttindaráðinu veigri sér ekki við að sameinast um gagnrýni á önnur voldug ríki, þar sem er vitað að gróf mannréttindabrot fá að þrífast,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Enn fremur segir Heba Morayef, svæðisstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku: „Þetta frumkvæði mannréttindaráðsins býður upp á sjaldgæft tækifæri fyrir ríki til að taka skýra opinbera afstöðu gegn þeim fjölda mannréttindabrota sem stjórnvöld Sádi-Arabíu hefur framið. Ríki sem þegja þunnu hljóði á þessu þýðingarmikla augnabliki senda hættuleg skilaboð til Sádi-Arabíu um að stjórnvöld megi halda áfram að fremja alvarleg mannréttindabrot án þess að vera dregin til ábyrgðar.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International fagnar frumkvæði og framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. Harald Asperlund, fastafulltrúi Íslands, lýsti verulegum áhyggjum af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á mannréttindafrömuðum ekki síst kvennréttindasinnum. Að sögn Amnesty hefur hópur baráttukvenna verið í haldi án ákæru síðan í maí 2018 og a.m.k. tíu af þeim, verið pyndaðar, kynferðislega misnotaðar og sætt annarri illri meðferð.Þá hafa þær jafnframt verið haldið í einangrun og hvorki haft aðgang á lögfræðingum né fjölskyldum sínum. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að framganga Íslands sýni að stærð ríkja skipti ekki máli til þess að hafa áhrif í mannréttindaráðinu heldur hugsjónir og þor. „Það hefur verið brotið blað í sögu mannréttindaráðsins, þar sem eitt af hinum stóru voldugu ríkjum hefur nú fengið á sig gagnrýni fyrir þau grófu mannréttindabrot sem þar eru framin. Við vonum að þetta leiði til þess að ríki sem sitja í mannréttindaráðinu veigri sér ekki við að sameinast um gagnrýni á önnur voldug ríki, þar sem er vitað að gróf mannréttindabrot fá að þrífast,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Enn fremur segir Heba Morayef, svæðisstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku: „Þetta frumkvæði mannréttindaráðsins býður upp á sjaldgæft tækifæri fyrir ríki til að taka skýra opinbera afstöðu gegn þeim fjölda mannréttindabrota sem stjórnvöld Sádi-Arabíu hefur framið. Ríki sem þegja þunnu hljóði á þessu þýðingarmikla augnabliki senda hættuleg skilaboð til Sádi-Arabíu um að stjórnvöld megi halda áfram að fremja alvarleg mannréttindabrot án þess að vera dregin til ábyrgðar.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00