Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.


Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga.
„Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“
Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.


