Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:05 Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. Mynd/Veðurstofa Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30