Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:30 Húnavallaleið styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 kílómetra. Grafík/Google Earth/Tótla. Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00
Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06