„Verkfallsvopnið, það bítur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45