Telur rekstraraðila hafa sýnt ákveðið ábyrgðarleysi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:59 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir rekstaraðila ferðaþjónustunnar með vafasaman túlkun á vinnulöggjöfinni. vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41
Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00