Fjögur ár frá upphafi stríðsins í Jemen og 10 milljónir á barmi hungursneyðar Heimsljós kynnir 27. mars 2019 12:00 Sameer, átta ára drengur, sem fjallað er um í fréttinni þar sem hann liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir sprengju nærri heimili sínu í október í fyrra. Haithm Mohsen/Save the Children. Í gær voru fjögur ár liðin frá því stríð braust út í Jemen. Síðustu tólf mánuði hafa að minnsta kosti 226 jemensk börn látið lífið og 217 slasast í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna þeirra. Það eru 37 börn í hverjum einasta mánuði. Sprengjum er varpað á þéttbýla staði, skóla, sjúkrahús og aðra innviði og 19 þúsund loftárasir hafa verið gerðar frá því stríðið braust út. Í frétt á vef Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, segir að áætlað sé að 24 milljónir Jemena séu hjálpar þurfi þar sem ekki er hægt að koma til þeirra mat eða öðrum hjálpargögnum. „Milljónir barna eru á barmi hungursneyðar í einum mestu hörmungum okkar tíma. Stríðið og ofbeldið hefur hrakið þrjár milljónir manna frá heimilum sínum, þar af er helmingurinn börn,“ segir í fréttinni. Talsmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sagði í gær að því sem næst 10 milljónir væru á barmi hungursneyðar. Í frétt Barnaheilla segir: „Börn sem búa við slíkar hörmungar líða óbærilegar þjáningar bæði líkamlega og andlega. Sameer - nafni breytt vegna persónuverndarsjónarmiða – sem er átta ára, er eitt af fórnarlömbum loftárásanna. Hann slasaðist alvarlega þegar árás var gerð á þorp nærri Hodeidah, en hann var á leið heim ásamt afa sínum eftir kvöldbænir. Hann rifjar upp: „Ég heyrði flugskeytið koma, það heyrðist búmm, og það leið yfir mig. Pabbi minn hélt á mér í sjúkrabílinn sem keyrði mig á spítalann. Ég vaknaði eftir þrjá daga (…) ég vildi að stríðið myndi hætta, að það myndi allt verða rólegra.“ Sameer slasaðist á höfði og þurfti að fara í aðgerð. Hann er enn lamaður í annarri hendinni. Barnaheill – Save the Children hafa hjálpað honum, ásamt öðrum börnum sem hafa slasast í loftárásum, með því að greiða læknisþjónustu og lyf og í sumum tilvikum með því að útvega börnum, sem hafa hlotið sálrænan skaða vegna reynslu sinnar, sérfræðiaðstoð. Samtökin hafa einnig komið upp barnvinsamlegum stöðum þangað sem börn geta komið og leikið sér og lært og látið sér líða eins og börnum aftur. Barnaheill – Save the Children hvetja ríkisstjórnir til þess að stöðva vopnasölu til stríðandi fylkinga og að þjóðir beiti sér í Öryggisráði SÞ til að stöðva stríðið eða í það minnsta fylgja eftir friðarsamkomulagi sem náðist í Stokkhólmi í desember síðastliðnum. Þá þarf að tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist til allra þeirra sem á þurfa að halda. Sömuleiðis að tryggja að brot gegn alþjóðalögum sem varða vernd barna og almennra borgara séu rannsökuð og að þeir sem gerast brotlegir verði dregnir til ábyrgðar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Í gær voru fjögur ár liðin frá því stríð braust út í Jemen. Síðustu tólf mánuði hafa að minnsta kosti 226 jemensk börn látið lífið og 217 slasast í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna þeirra. Það eru 37 börn í hverjum einasta mánuði. Sprengjum er varpað á þéttbýla staði, skóla, sjúkrahús og aðra innviði og 19 þúsund loftárasir hafa verið gerðar frá því stríðið braust út. Í frétt á vef Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, segir að áætlað sé að 24 milljónir Jemena séu hjálpar þurfi þar sem ekki er hægt að koma til þeirra mat eða öðrum hjálpargögnum. „Milljónir barna eru á barmi hungursneyðar í einum mestu hörmungum okkar tíma. Stríðið og ofbeldið hefur hrakið þrjár milljónir manna frá heimilum sínum, þar af er helmingurinn börn,“ segir í fréttinni. Talsmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sagði í gær að því sem næst 10 milljónir væru á barmi hungursneyðar. Í frétt Barnaheilla segir: „Börn sem búa við slíkar hörmungar líða óbærilegar þjáningar bæði líkamlega og andlega. Sameer - nafni breytt vegna persónuverndarsjónarmiða – sem er átta ára, er eitt af fórnarlömbum loftárásanna. Hann slasaðist alvarlega þegar árás var gerð á þorp nærri Hodeidah, en hann var á leið heim ásamt afa sínum eftir kvöldbænir. Hann rifjar upp: „Ég heyrði flugskeytið koma, það heyrðist búmm, og það leið yfir mig. Pabbi minn hélt á mér í sjúkrabílinn sem keyrði mig á spítalann. Ég vaknaði eftir þrjá daga (…) ég vildi að stríðið myndi hætta, að það myndi allt verða rólegra.“ Sameer slasaðist á höfði og þurfti að fara í aðgerð. Hann er enn lamaður í annarri hendinni. Barnaheill – Save the Children hafa hjálpað honum, ásamt öðrum börnum sem hafa slasast í loftárásum, með því að greiða læknisþjónustu og lyf og í sumum tilvikum með því að útvega börnum, sem hafa hlotið sálrænan skaða vegna reynslu sinnar, sérfræðiaðstoð. Samtökin hafa einnig komið upp barnvinsamlegum stöðum þangað sem börn geta komið og leikið sér og lært og látið sér líða eins og börnum aftur. Barnaheill – Save the Children hvetja ríkisstjórnir til þess að stöðva vopnasölu til stríðandi fylkinga og að þjóðir beiti sér í Öryggisráði SÞ til að stöðva stríðið eða í það minnsta fylgja eftir friðarsamkomulagi sem náðist í Stokkhólmi í desember síðastliðnum. Þá þarf að tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist til allra þeirra sem á þurfa að halda. Sömuleiðis að tryggja að brot gegn alþjóðalögum sem varða vernd barna og almennra borgara séu rannsökuð og að þeir sem gerast brotlegir verði dregnir til ábyrgðar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent