Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 10:38 Frá Kópaskeri. Vísir/Getty Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira