Rúanda á heimsmetið í þátttöku kvenna á þingi Heimsljós kynnir 26. mars 2019 15:45 Ein fjölmargra þingkvenna frá Rúanda. UN Women Konur eru 67,5% þingmanna í Rúanda. Hvergi í heiminum skipa konur jafn mörg þingsæti og í Rúanda. Síðastliðið haust setti Rúanda nýtt heimsmet í þátttöku kvenna á þingi þegar nýtt landsþing tók til starfa. Konur skipa nú 54 þingsæti af 80 og eru þar með 67,5% þingmanna en áður höfðu þær verið 64% þingmanna. Til samanburðar hafa íslenskar þingkonur flestar verið 44,4% þingmanna, árið 2015. Í frétt á vef landsnefndar UN Women segir að árið 2003 hafi rúanska þingið samþykkt lög sem tryggja jafnari þátttöku kvenna í þingstörfum, meðal annars með kynjakvótum. Sama ár fjölgaði þingkonum töluvert og þær urðu um helmingur þingmanna. Rúanskar stjórnmálakonur segjast þó enn upplifa það að efast sé um hæfni þeirra og getu til þingstarfa. Nýlega kynnti Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreitni innan þjóðþinga Evrópu á morgunverðarfundi á Grand Hótel á vegum íslensku stjórnmálaflokkanna. Fundurinn bar yfirskriftina #METOO og stjórnmálin. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 85% þingkvenna í 45 löndum Evrópu hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni. En 47% kvennanna sögðu að þær hefðu fengið morðhótanir, verið hótað að þeim yrði nauðgað eða beittar líkamlegu ofbeldi. Þá kom í ljóst að þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni og að kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæðisbundinna rannsókna sem Alþjóðaþingmannasambandið stendur fyrir um kynbundið ofbeldi og áreiti gagnvart konum í þjóðþingum heims,“ segir í frétt UN Women. Chungong sagði í tölu sinni á fundinum að ofbeldi og áreitni fæli konur frá þingstörfum. „Þegar þingkonur verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni geta þær ekki látið til sín taka að fullnustu. Málfrelsi þeirra er skert og þær upplifa sig óöruggar láta því síður að sér kveða. Þetta hefur bein áhrif á störf þinganna og bein áhrif á lýðræðið því lönd með veik þing standa síður vörð um lýðræði.“ Frétt UN Women lýkur á þessum orðum: „Þegar konur eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem hagnast bæði konum og karlmönnum. Valdeflandi leiðtogaþjálfun við þátttöku kvenna í stjórnmálum og í atvinnulífi eru lykilatriði við að lagfæra þennan halla. UN Women styður konur til forystu og áhrifa um allan heim meðal annars með því að þrýsta á stjórnvöld að fá lögum breytt konum í hag til að tryggja konum greiðan aðgang að kjörklefum sem og þingsætum. UN Women veitir einnig konum valdeflandi frumkvöðla- og leiðtogaþjálfun víða um heim, þar á meðal í Rúanda.“ Því er við að bæta að utanríkisráðuneytið styrkir verkefni í Malaví sem ætlað er að fjölga konum í sveitarstjórnum í komandi kosningum, í maí. Í íslenskri þróunarsamvinnu er almennt mjög mikill stuðningur við kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna eins og sást í frétt um nýlega kynjajafnréttisstiku DAC, þróunarsamvinnunefndar OECD.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Konur eru 67,5% þingmanna í Rúanda. Hvergi í heiminum skipa konur jafn mörg þingsæti og í Rúanda. Síðastliðið haust setti Rúanda nýtt heimsmet í þátttöku kvenna á þingi þegar nýtt landsþing tók til starfa. Konur skipa nú 54 þingsæti af 80 og eru þar með 67,5% þingmanna en áður höfðu þær verið 64% þingmanna. Til samanburðar hafa íslenskar þingkonur flestar verið 44,4% þingmanna, árið 2015. Í frétt á vef landsnefndar UN Women segir að árið 2003 hafi rúanska þingið samþykkt lög sem tryggja jafnari þátttöku kvenna í þingstörfum, meðal annars með kynjakvótum. Sama ár fjölgaði þingkonum töluvert og þær urðu um helmingur þingmanna. Rúanskar stjórnmálakonur segjast þó enn upplifa það að efast sé um hæfni þeirra og getu til þingstarfa. Nýlega kynnti Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreitni innan þjóðþinga Evrópu á morgunverðarfundi á Grand Hótel á vegum íslensku stjórnmálaflokkanna. Fundurinn bar yfirskriftina #METOO og stjórnmálin. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 85% þingkvenna í 45 löndum Evrópu hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni. En 47% kvennanna sögðu að þær hefðu fengið morðhótanir, verið hótað að þeim yrði nauðgað eða beittar líkamlegu ofbeldi. Þá kom í ljóst að þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni og að kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæðisbundinna rannsókna sem Alþjóðaþingmannasambandið stendur fyrir um kynbundið ofbeldi og áreiti gagnvart konum í þjóðþingum heims,“ segir í frétt UN Women. Chungong sagði í tölu sinni á fundinum að ofbeldi og áreitni fæli konur frá þingstörfum. „Þegar þingkonur verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni geta þær ekki látið til sín taka að fullnustu. Málfrelsi þeirra er skert og þær upplifa sig óöruggar láta því síður að sér kveða. Þetta hefur bein áhrif á störf þinganna og bein áhrif á lýðræðið því lönd með veik þing standa síður vörð um lýðræði.“ Frétt UN Women lýkur á þessum orðum: „Þegar konur eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem hagnast bæði konum og karlmönnum. Valdeflandi leiðtogaþjálfun við þátttöku kvenna í stjórnmálum og í atvinnulífi eru lykilatriði við að lagfæra þennan halla. UN Women styður konur til forystu og áhrifa um allan heim meðal annars með því að þrýsta á stjórnvöld að fá lögum breytt konum í hag til að tryggja konum greiðan aðgang að kjörklefum sem og þingsætum. UN Women veitir einnig konum valdeflandi frumkvöðla- og leiðtogaþjálfun víða um heim, þar á meðal í Rúanda.“ Því er við að bæta að utanríkisráðuneytið styrkir verkefni í Malaví sem ætlað er að fjölga konum í sveitarstjórnum í komandi kosningum, í maí. Í íslenskri þróunarsamvinnu er almennt mjög mikill stuðningur við kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna eins og sást í frétt um nýlega kynjajafnréttisstiku DAC, þróunarsamvinnunefndar OECD.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent