Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 12:39 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Vegagerðin Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vegagerðin hefur sent fjölmiðlum en þar segir að samningur aðila hafi kveðið á um smíðaverð upp á 26 milljónir og 250 þúsund evrur. Síðan hefur verið samið um fjölda aukaverka, þar á meðal fulla rafvæðingu Herjólfs, alls upp á 3,4 milljónir evra. Vegagerðin segir skriflega samninga til um öll þessi aukaverk. Tafir hafi orðið miklar þrátt fyrir að í samningum um aukaverk hafi verið samið um lengdan verktíma. Tafabætur nema núna ríflega einni og hálfri milljón evra, samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar. Samningsupphæðin ásamt samningum um aukaverk, ef horft er framhjá tafabótum, gera lokaverð uppá rétt ríflega 29,7 milljónir evra eða um 4 milljarða íslenskra króna á genginu í dag. Vegagerðin segir skipasmíðastöðina gera nú hins vegar kröfu upp á heildarverð sem nemur 38.430.000 evrum eða ríflega 5,2 milljörðum íslenskra króna. Krafan um viðbótargreiðslu, sem ekki hefur verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra á gengi dagsins. Vegagerðin segir að það hafi komið á óvart að á lokastigum væri gerð þessi krafa um upphæð sem nemur um þriðjungi heildarverðsins. Þetta kemur sérstaklega á óvart þar sem smíðasamningurinn er alveg skýr í þessum efnum og á fundum með skipasmíðastöðinni hefur þetta aldrei verið nefnt. Skipasmíðastöðin er sögð bera fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. Vegagerðin segir hins vegar að venjan sé sú þegar samið sé við skipasmíðastöð um smíði skips sem hefur verið forhannað þá hafi skipasmíðistöðin tekið yfir fulla og ótakmarkaða ábyrgð á hönnun skipsins þegar samið var um smíðina. Vegagerðin segir þetta koma strax fram í fyrsta kafla smíðasamningsins og sé margítrekað í lýsingu. Vegagerðin segir að það sé því á engan hátt mögulegt fyrir Vegagerðina að ganga að kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu sem nemur stórum hluta af heildarverðinu, sem stenst á engan hátt samninga aðila um smíði ferjunnar og sem hefur ekki verið nefnt fyrr en fyrir um mánuði síðan. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vegagerðin hefur sent fjölmiðlum en þar segir að samningur aðila hafi kveðið á um smíðaverð upp á 26 milljónir og 250 þúsund evrur. Síðan hefur verið samið um fjölda aukaverka, þar á meðal fulla rafvæðingu Herjólfs, alls upp á 3,4 milljónir evra. Vegagerðin segir skriflega samninga til um öll þessi aukaverk. Tafir hafi orðið miklar þrátt fyrir að í samningum um aukaverk hafi verið samið um lengdan verktíma. Tafabætur nema núna ríflega einni og hálfri milljón evra, samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar. Samningsupphæðin ásamt samningum um aukaverk, ef horft er framhjá tafabótum, gera lokaverð uppá rétt ríflega 29,7 milljónir evra eða um 4 milljarða íslenskra króna á genginu í dag. Vegagerðin segir skipasmíðastöðina gera nú hins vegar kröfu upp á heildarverð sem nemur 38.430.000 evrum eða ríflega 5,2 milljörðum íslenskra króna. Krafan um viðbótargreiðslu, sem ekki hefur verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra á gengi dagsins. Vegagerðin segir að það hafi komið á óvart að á lokastigum væri gerð þessi krafa um upphæð sem nemur um þriðjungi heildarverðsins. Þetta kemur sérstaklega á óvart þar sem smíðasamningurinn er alveg skýr í þessum efnum og á fundum með skipasmíðastöðinni hefur þetta aldrei verið nefnt. Skipasmíðastöðin er sögð bera fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. Vegagerðin segir hins vegar að venjan sé sú þegar samið sé við skipasmíðastöð um smíði skips sem hefur verið forhannað þá hafi skipasmíðistöðin tekið yfir fulla og ótakmarkaða ábyrgð á hönnun skipsins þegar samið var um smíðina. Vegagerðin segir þetta koma strax fram í fyrsta kafla smíðasamningsins og sé margítrekað í lýsingu. Vegagerðin segir að það sé því á engan hátt mögulegt fyrir Vegagerðina að ganga að kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu sem nemur stórum hluta af heildarverðinu, sem stenst á engan hátt samninga aðila um smíði ferjunnar og sem hefur ekki verið nefnt fyrr en fyrir um mánuði síðan.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira