Aukagreiðslur handa æðsta embættisfólki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2019 06:00 Frá fundi kjararáðsmanna árið 2008. Fbl/GVA Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45
Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30